7. Mitt daglega líf og Barnasáttmálinn

Áhugamálin eru misjöfn og ekki vilja allir verja frítíma sínum á sama hátt. Sumt í okkar daglega lífi höfum við ekki val um, eins og að fara í skóla, en öll börn eiga rétt á stund yfir daginn sem þau fá að stýra alveg sjálf.

Notaðu Eyðublað 3 til að styðja þig við þetta verkefni. Skrifaðu á blað dagskrá yfir hvernig venjulegur dagur er í þínu lífi, (t.d. kl 7 vakna, kl 8 fara í skólann, kl 17 fara í fótbolta, kl 21 fara að sofa). Þegar þú ert búin/n/ð að því skaltu skoða greinarnar sem eru nefndar með þessu verkefni og bera þær saman við hvern „dagskrárlið dagsins“. Hvaða greinar eiga við hvern dagskrárlið?

Efniviður: Eyðublað 3, Barnasáttmálinn og stundaskrá

Tilbrigði: Þú getur borið saman hvernig dæmigerður dagur er hjá þér þegar það er skóladagur og hvernig dæmigerður dagur er þegar það er frí úr skóla. 

Texti sem vísar í Barnasáttmálann: Börn eiga rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. 

Greinar Barnasáttmálans: