16. Það er kominn matur!

Ertu svöng/svangur? Geturðu fundið eitthvað að borða í skápunum heima hjá þér? Er kannski bara alltaf „það sama“ í ísskápnum? Það geta því miður ekki allir treyst á að þeir fái nokkurn mat að borða þegar þeir eru svangir og hundruð milljóna manna búa við hungur. Næringarefnin í mat eru mismunandi og ólíkt er eftir þjóðum hvað er helst borðað.

Á Eyðublaði 5 eru nokkur verkefni tengd matvælum sem þú skalt endilega líta á. Smelltu á blaðið hér til hliðar til að stækka það, þú getur líka prentað það út.

Tilbrigði: 
Teiknaðu fæðuhring, teiknaðu hringrás jarðar

Nánari upplýsingar:
Talið er að 820 milljónir manna eða einn af hverjum níu íbúum jarðar búi við hungur og um 2 milljarðar búi við ótryggt fæðuöryggi. Flestir þeirra búa í þróunarlöndum og mesti fjöldinn er í Asíu en hlutfallslega flestir í Afríku. Árlega deyr um 3,1 milljón barna af hungri.

Sjá betur hér:
http://www.fao.org/home/en/
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=78089
https://www.who.int/nutrition/en/
http://www.foodaidfoundation.org/world-hunger-statistics.html

Matarvenjur eru ólíkar eftir heimshlutum og stundum eftir trúarbrögðum. Á Jamaíka er t.d. matur mikið kryddaður með engifer og eru sjávarafurðir eins og humar, rækjur, túnfiskur og fleira oft á matardiskum landsmanna þar sem eyjan er í miðju Karabíska hafinu. Á Indlandi fara matarvenjur bæði eftir staðsetningu en ekki síst trúarbrögðum. Þeir sem búa við ströndina borða mikið fiskmeti en þeir sem búa uppi í fjöllum borða kjúkling og lambakjöt. Hindúar forðast nautakjöt, múslimar forðast svínakjöt og margir Búddistar eru grænkerar.

Sjá nánar um mat og menningu:
https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/matur_og_menning/files/assets/common/downloads/publication.pdf
http://www.foodbycountry.com/

Texti sem vísar í Barnasáttmálann: 
Aðildarríki skulu gera ráðstafanir til að draga úr barnadauða, berjast gegn sjúkdómum og vannæringu 

Greinar Barnasáttmálans:

Grunnþættir menntunnar:
Heilbrigði og velferð.

2. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna – Ekkert hungur