17. Börn á flótta

Skoðaðu Eyðublað 11 en þar eru verkefni sem fjalla um börn á flótta. Smelltu á blaðið hér til hliðar til að stækka það, þú getur líka prentað það út.

Tilbrigði: Ímyndaðu þér að það komi nýr nemandi í bekkinn þinn sem þurfti að flýja heimili sitt og heimaland. Hvernig getur þú tekið vel á móti honum svo hann finni fyrir öryggi og líði vel? 

Nánari upplýsingar: Öll börn vilja geta farið heim til sín þar sem þau finna fyrir öryggi, leika jafnvel við vini sína sem búa í nágrenninu og alast þar upp í ró og næði. Því miður búa ekki öll börn við slíkar aðstæður og mörg börn eru á flótta, hafa þurft að flýja heimili sitt og munu jafnvel aldrei fara aftur heim.

Talið er að rúmlega 70 milljónir manna séu á flótta undan stríðsástandi eða öðru sem ógnar öryggi þeirra. Um helmingur þeirra eru undir 18 ára aldri. Sjá nánar hér. 

Texti sem vísar í greinar Barnasáttmálans: Börn sem telja sig vera eða eru talin flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi hvort sem þau eru ein eða í fylgd foreldra eða annarra. Jafnframt skal börnunum tryggð aðstoð við að leita uppi foreldra eða fjölskyldu. 

Greinar Barnasáttmálans: