12. Heimilið mitt

Á Íslandi eiga flest börn heimili og sum börn eiga fleira en eitt. Heimilin eru misjöfn og geta verið af ýmsum stærðum og gerðum. Heimilin eiga það þó öll sameiginlegt að þar eiga börnin sem í þeim búa að finna fyrir öryggi og líða vel. Víða í heiminum eru fjölmörg heimilislaus börn. Mörg þeirra búa á götum og leita sér skjóls fyrir kulda, reyna að finna öruggan stað til að sofa á og mat til að borða. Börn verða heimilislaus af mismunandi ástæðum. Sums staðar er stríð og heimilin eyðilögð. Stundum verða miklar náttúruhamfarir eins og eldgos, jarðskjálftar og flóð sem eyðileggja heimilin, sum börn hafa misst foreldra sína og standa eftir alein án þess að nokkur annar hugsi um þau. Svo búa mörg börn við mikla fátækt þannig að fjölskylda þeirra hefur ekki nægan peninga til að eignast heimili.

Skoðaðu verkefnin á Eyðublaði 7. Smelltu á blaðið hér til hliðar til að stækka það, þú getur líka prentað það út.

Tilbrigði:
Í hvernig húsnæði búa vinir þínir og bekkjarfélagar? Teiknaðu mynd af vinum þínum og húsunum sem þeir búa í. 

Texti sem vísar í Barnasáttmálann: 
Foreldrar bera sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna og skulu taka mið af því sem börnunum er fyrir bestu. 

Greinar Barnasáttmálans: