21. Sofðu rótt

Skoðaðu Eyðublað 14. Smelltu á blaðið hér til hliðar til að stækka það, þú getur líka prentað það út.

Tilbrigði: Hvað dreymdi þig? Reyndu að muna það sem þig dreymdi og athugaðu hvort þú getir fundið út hvað draumar þínir merkja. Þú getur leitað í draumaráðningabækur eða t.d. á vefnum draumur.is 

Nánari upplýsingar:  „Góða nótt“ er oft það síðasta sem við heyrum áður en við sofnum á kvöldin. Og það skiptir miklu máli að við eigum góða nótt með góðum og löngum nætursvefni. Svefn er ein af undirstöðum góðrar heilsu. Á meðan við sofum fær líkaminn tækifæri til að hvílast og endurnærast. Það getur verið mismunandi hversu löngum svefni fólk þarf á að halda en mælt er með því að börn á aldrinum 6-13 ára sofi í 9-11 klst. Sumir eiga erfitt með að sofna. Svo eru aðrir sem sofa jafnvel illa, vakna oft og eru ekki úthvíldir þegar þeir vakna morguninn eftir. Líkaminn býr á kvöldin til hormón sem heitir melatónín og hjálpar það okkur að sofna, við verðum þreytt. Margir sérfræðingar segja að ef við erum í símum, tölvum eða horfum á sjónvarpið stuttu áður en við förum að sofa verði ekki til nógu mikið melatónín í líkamanum og þá geti verið erfiðara að sofna.

Á Íslandi er í gildi reglugerð (nr. 454/2016) um vinnu barna og unglinga. Þar kemur fram að vinna má ekki hafa truflandi áhrif á menntun þeirra og þroska. Einnig er tekið fram hversu langur vinnudagur þeirra má vera. Því miður er allt of algengt að börn og ungmenni vinni langan vinnudag og talið er að 246 milljónir barna séu í ánauð vinnuþrælkunar, allt niður í fimm ára gömul börn. Þau börn fá oft og tíðum ekki mikla hvíld og missa af tækifærinu að vera í skóla.

Texti sem vísar í Barnasáttmálann:  Börn eiga rétt á hvíld.

Greinar Barnasáttmálans: