7. Aðgengi allra

Í þessu verkefni reynir einkum á 2. gr. Barnasáttmálanum er fjallar um jafnrétti og 23. gr. er fjallar um réttindi fatlaðra barna.

Til þess að vinna þetta verkefni þarf blöð og skriffæri.

Öll börn eiga að njóta réttinda Barnaréttasáttmálans án tillits til fötlunar. Fötluð börn eiga jafnframt að búa við aðstæður sem stuðla að sjálfsbjörg þeirra og virkri þátttöku í samfélaginu. Það er mikilvægt að börnum sé ekki mismunað vegna fötlunar sinnar sem það getur meðal annars gerst ef aðgengi fatlaðra er ekki tryggt.

Lýsing á verkefni: Hér er hægt að ræða um jafnræði og í hverju það felst. Jafnræði felst ekki alltaf í því að það sama gangi jafnt yfir alla. Tveir til þrír nemendur ganga saman um skólann og punkta niður þá staði þar sem aðgengi mætti vera betra.

Aðgengi í víðum skilningi: mishæðir, þrep, þröngir hurðakambar, skortur á blindraletri, skortur á hnöppum til að opna þröngar dyr, skortur á stuðningi við klósett, brattar brekkur, skortur á gulum línum fyrir fólk með sjónskerðingu og skortur á auðlesnu efni.