7. Til hamingju með afmælið

Lýsing: Það er sko alltaf gaman að eiga afmæli og yfirleitt er maður búinn að hlakka lengi til þegar afmælisdagurinn loksins kemur. Margir halda afmælisveislur og þá er mjög mikilvægt að passa upp á hvernig maður býður í afmælið sitt. Oft eru einhverjar reglur í skólanum sem segja til um hverjum ætti að bjóða, t.d. öllum strákunum í bekknum, öllum stelpunum sem eru í sama hóp og svo framvegis. Miklu máli skiptir að það séu einhvers konar reglur um hvernig boðið er í afmæli því annars gæti það kannski gerst að einhverjum börnum er aldrei boðið í afmæli. Og það hlýtur að vera mjög leiðinlegt að fá aldrei afmælisboð. 

  • Hvernig finnst þér að ætti að bjóða í afmæli?
  • Hvernig heldur þú að það sé að vera sá sem er kannski aldrei boðið í afmæli?
  • Hvernig myndir þú hafa afmælið þitt ef þú fengið að ráða því alveg sjálf/ur?

Nú skulum við hugsa okkur að það sé búið að bjóða þér í afmæli

  • Af hverju er mikilvægt að mæta í þau afmæli sem þér er boðið í?
  • Hvað gerist ef enginn mætir í afmælisveislu?
  • Hvað geta öll börn gert til að vera góðir afmælisgestir?
  • Hvað myndir þú ekki vilja að aðrir gerðu í afmælisveislunni þinni?

Texti sem vísar í greinar Barnasáttmálans: Aldrei skal koma fram við barn af óréttlæti.