Verkefni

Hér er fjöldi verkefna sem þú getur skoðað og vonandi nýtt þér. Lögð hefur verið áhersla á að hafa verkefnin mjög fjölbreytt og að þau höfði til sem flestra. Verkefnunum er skipt í þrjá aldursflokka en auðvelt er að útfæra þau fyrir annan aldurshóp. Þú getur líka breytt þeim og aðlagað að þeim aðstæðum sem eru í kringum þig. Nýttu endilega hugmyndaflugið og skemmtu þér vel við að vinna með Barnasáttmálann á mismunandi máta.