22. Við erum öll góð í einhverju

Skoðaðu Eyðublað 15 og leystu verkefnin þar. Smelltu á blaðið hér til hliðar til að stækka það, þú getur líka prentað það út.

Nánari upplýsingar: Við erum sem betur fer öll ólík þó við eigum ýmislegt sameiginlegt líka. Allir búa yfir einhverjum styrkleikum og hæfileikum. Þeir eru ekki endilega þeir sömu hjá þér og vinum þínum og það er hið besta mál. Það er enginn góður í öllu en allir eru góðir í einhverju. Það er gott að gleðjast yfir því sem aðrir eru góðir í og gott þegar aðrir geta samglaðst þér. Stundum vill maður bæta sig í einhverju og það er hið besta mál ef maður gerir það fyrir sjálfan sig en ekki einhverja aðra.

Texti sem vísar í Barnasáttmálann:  Börn eiga rétt á að þroskast á eigin forsendum og rækta hæfileika sína.

Greinar Barnasáttmálans: