1. Réttindi – Forréttindi

Réttindi – Forréttindi

Hvað eru réttindi? Hvað eru forréttindi? Hver er munurinn á réttindum og forréttindum?

Yfirleitt er talað um að réttindi séu það sem allir eiga rétt á og forréttindi oft hlutir sem okkur langar til að hafa en þurfum ef til vill ekki nauðsynlega á að halda.

Hér fyrir neðan er eyðublað með nokkrum hlutum sem þú kannski þekkir. Þú getur notað blaðið til að merkja við hvað þú telur vera réttindi þín og hvað þú telur vera forréttindi. 

Smelltu á blaðið hér til hliðar til að stækka það, þú getur líka prentað það út.

Texti sem vísar í Barnasáttmálann: Í öllum lögum sem varða börn á að miða að því hvað er börnum fyrir bestu. Það er munur á því hverju barn á rétt á og hvað það vill umfram réttindi sín og gott er að þekkja muninn.

                

Nánari upplýsingar:  Barnasáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Ef lög og reglur tryggja börnum betri rétt en segir til um í Barnasáttmálanum skulu þau gilda framar honum.

Grunnþættir menntunar: Lýðræði og mannréttindi