6. Dönsum sáttmálann

Veldu þeir grein eða greinar úr Barnasáttmálanum. Búðu svo til dans til að túlka það sem þar kemur fram. Þú getur notað hvaða tónlist sem þú vilt, ef þú vilt nota tónlist.

Efniviður: Tónlist að eigin vali 

Tilbrigði: Prófaðu að nota mismunandi tónlist við sama dans og finna hvað takturinn breytist eftir því

Nánari upplýsingar: Það getur verið misjafnt hvaða leiðir hver og einn vill fara til að tjá líðan sína, skoðanir, hugsanir og fleira sem við viljum deila með öðrum. Sumir vilja helst tjá sig með því að segja frá en aðrir með því að teikna mynd, leika eða jafnvel dansa. Það getur líka verið mjög gaman að tjá jafnvel sömu hlutina á mismunandi vegu. 

Texti sem vísar í Barnasáttmálann: 

Börn eiga rétt á að tjá sig nema það brjóti gegn almennu siðgæði, skaði mannorð eða brjóti gegn réttindum annarra.  

Grein/ar Barnasáttmálans:

Allar

Grunnþættir menntunar:

Sköpun, heilbrigði og velferð