Verkferill tilkynninga til barnaverndar frá kennara

Hér má sjá tillögu að verkferli þegar kennari hefur áhyggjur af barni og telur þörf á að tilkynna til barnaverndar

   

Grunur vaknar hjá kennara að um barnaverndarmál sé að ræða 

  • Ekki þarf að vera til staðar staðfestur grunur þegar tilkynnt er
  • Það er hlutverk barnaverndar að staðfesta gruninn

 

Kennari ræðir við næsta yfirmann um grun sinn

 

  • Mikilvægt er að greina frá öllum grunsemdum sem kunna að vakna
  • Í mörgum skólum eru sérstök teymi/ráð sem taka ákvarðanir um næstu skref 

 

Kennari / teymi leitar ráðlegginga hjá barnavernd

  • Áfram er fylgst með málinu og athugasemdir og grunsemdir skráðar niður
  • Kennari getur alltaf tilkynnt sjálfur ef hann er ósammála ráðleggingum barnaverndar eða ákvörðun stjórnanda / teymis

 

Tilkynning til barnaverndar

  • Skólastjóri sendir tilkynningu í nafni skólans
  • Ef um grunur er um vanrækslu er foreldrum greint frá tilkynningunni
  • Ef grunur er um ofbeldi 

 

Barnavernd rannsakar málið 

 

  • Kennari getur sent inn fleiri tilkynningar ef hann telur að hagur viðkomandi barns hafi ekki breyst til hins betra