Nokkur ráð við kennslu um Barnasáttmála

Eftirfarandi atriði getur verið gott að hafa til hliðsjónar þegar unnið er með Barnasáttmálann í kennslu með börnum og ungmennum:

  • Gefa þarf öllum börnum kost á að tjá sig og lýsa sinni upplifun
  • Mikilvægt er að hlusta á mismunandi svör barnanna
  • Þegar rætt er við börn um réttindi þeirra má búast við að einhver börn segi frá aðstæðum sínum, reynslu og hugmyndum sem eru ef til vill ekki alltaf jákvæðar. Viðbrögðin sem þeir fullorðnu sýna þegar barn segir frá skipta miklu máli. Fyrst og fremst munu börnin þurfa á rósemd og hlýju að halda.
  • Gera þarf börnum grein fyrir að þau bera aldrei ábyrgð á því ofbeldi sem þau verða fyrir eða óæskilegum aðstæðum sem þau búa við. Þó er mikilvægt að styrkja börn í að setja sér mörk og að ræða tilfinningar sínar.
  • Foreldrar bera megin ábyrgð á uppeldi og vernd barna sinna en allir sem vinna með börnum svo og samborgarar bera einnig ábyrgð.