3. Ljóð/söngtexti um Barnasáttmálann

Hér hefur þú tækifæri til að athuga hversu gaman þér finnst að vera skáld. Þú skalt velja þér eina eða fleiri greinar úr Barnasáttmálanum og semja um hana/þær ljóð eða söngtexta við lag að eigin vali.

Efniviður: Blað og skriffæri og/eða tölva

Tilbrigði: Þú getur líka samið lag við textann ef þú vilt. Þá skaltu endilega hljóðrita lagið, það er aldrei að vita nema þú ákveðir að senda það í söngvakeppni. Tilvalið er að draga fram hin ýmsu hljóðfæri ef samið er lag og leyfa tónlistarhæfileikum að njóta sín.

Nánari upplýsingar: Allir hafa mismunandi styrkleika og hæfileika. Þess vegna er mikilvægt að hver og einn fái tækifæri til að þroskast á eigin forsendum. Verkefni sem börn fást við þurfa þess vegna að vera fjölbreytt svo öll börn hafi tækifæri að finna sína styrkleika.

Grunnþættir menntunar: Sköpun

Grein/ar Barnasáttmálans: Allar