4. Barnasáttmálinn og heimsmarkmiðin

Í þessu verkefni reynir á eina grein Barnasáttmálans að eigin vali og það að tengja hana við sex heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Smelltu á blaðið hér til hliðar til að stækka það, þú getur líka prentað það út.

Það eru margar tengingar milli Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmálans. Með þessu verkefni fá nemendur að kynna sér Heimsmarkmiðin út frá Barnasáttmálanum. Það er fróðlegt fyrir nemendur að sjá hvernig alþjóðlegir mannréttindasamningar, líkt og Barnasáttmálinn, tengjast Heimsmarkmiðunum. Þó er mikilvægt að hafa í huga að Barnasáttmálinn er alþjóðasamningur sem hefur verið lögfestur á Íslandi. Það er því grundvallar munur á eðli og stöðu Heimsmarkmiðanna og Barnasáttmálans.

Lýsing á verkefni: Verkefnið virkar vel eftir kennslu um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Nemendur eiga að tengja sex Heimsmarkmið við eina grein Barnasáttmálans og útskýra tenginguna. Þar næst eiga nemendur að koma með hugmynd að aðgerð sem gæti orðið til þess að hvert heimsmarkmið náist.