6. Erum við ábyrgir neytendur?

Í þessu verkefni reynir á 31. og 32. gr. Barnasáttmálans.

Smelltu á blaðið hér til hliðar til að stækka það, þú getur líka prentað það út.

Börn eiga rétt á hvíld, tómstundum og að stunda leiki. Þá eiga börn rétt á vernd gegn vinnu sem skaðar heilsu þeirra og þroska. Ríki eiga jafnframt að setja lög um vinnuvernd barna. Í sumum ríkjum heims er barnaþrælkun alræmd, þar sem börn eru látin vinna t.d. við að búa til föt sem eru síðan seld í öðrum löndum þar á meðal á Íslandi. Þrælkunarvinna þessara barna kemur í veg fyrir að þau fái notið réttinda sinna samkvæmt Barnasáttmálanum.

Markmið verkefnis: Verkefnið á að vekja nemendur til umhugsunar um neysluhyggju og hvaðan vörurnar sem þau versla koma. Úr hvaða efnum þær eru gerðar, hver bjó þær til og frá hvaða landi þær koma.

Lýsing á verkefni: Verkefnið samanstendur af spurningalista sem hver og einn nemandi vinnur fyrir sig.Markmið þessa verkefnis er að vekja nemendur til umhugsunar um neysluvenjur sínar og á það að vera hvatning til þeirra um að tileinka sér vinnubrögð ábyrgs neytenda. Milvægt er að umræður fari fram eftir að nemendur hafa svarað spurningalistanum. Þá er hægt að biðja nemendur um að kynna niðurstöður sínar.