1. Ungir aktívistar í sögunni!

Í þessu verkefni reynir á rétt barna samkvæmt 12., 13., og 14. gr. Barnasáttmálans. Þá hefur jafnræðisregla 2. gr. einnig þýðingu.

Í þetta verkefni þarf blöð, skæri, lím og skriffæri.

Samkvæmt 12. gr. Barnasáttmálans eiga börn rétt á því að láta skoðanir sínar frjálslega í ljós og það ber að taka réttmætt tillit til þeirra. Börn eiga einnig sjálfstæðan rétt á því að taka þátt í lýðræðislegri mótun samfélagsins. Þau eiga rétt á því að leita upplýsinga og miðla vitneskju sinni og hugmyndum ein og kveðið er á um í 13. gr. sáttmálans. Þá ber að virða rétt barna til eigin skoðana, frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúarí samræmi við 14. gr.

Lýsing á verkefni: Hópavinna þar sem nemendur kynna sér ungt fólk sem hefur haft áhrif á heiminn. Nemendur búa til veggspjald þar sem fjallað er um ungan einstakling sem hefur haft áhrif. Fram kemur hvert hlutverk hans hefur verið í réttindabaráttu, hagsmunabaráttu eða aktívisma. Einnig mega vera skemmtilegar staðreyndir og fræðsla á veggspjaldinu. Nemendur þurfa að svara spurningunni: Hvernig getur ungt fólk lært af þessum unga einstaklingi? Hópurinn kynnir síðan verkið sitt og hengir það upp.