8. Hátíðir og uppákomudagar

Veldu einhvern hátíðar- eða uppákomudag. Hvað gerir þú á þessum degi? Af hverju er verið að halda sérstaklega upp á þennan dag? Hvernig finnst þér þessi dagur? Hvað væri hægt að gera meira á þessum degi til að halda upp á hann? Eru einhverjir aðrir viðburðir í þínu daglega lífi sem ætti að halda formlega upp á? Ef svo er, hvaða viðburðir eru það? Hvað með bekkjarfélaga þína, halda þeir einhverja daga hátíðlega sem þú þekkir ekki til?

Efniviður: Dagatal

Tilbrigði: Búðu til einhvern viðburð og skipulegðu hvernig væri gott að halda upp á hann.  

Nánari upplýsingar:  Það finnst örugglega öllum gaman að hlakka til einhvers og brjóta upp hversdagsleikann með því að gera sér glaðan dag. Það eru ýmsir hátíðar- og uppákomudagar á Íslandi og er misjafnt hvernig haldið er upp á þá. Oft minna þessir dagar okkur á ákveðna hluti sem jafnvel tengjast menningunni sem við þekkjum. 

Texti sem vísar í Barnasáttmálann: Börnum sem tilheyra minnihlutahópum skal ekki bannað að njóta eigin menningar, iðka eigin trú eða nota eigið tungumál í samfélagi með öðrum í hópnum. 

Grunnþættir menntunar: Lýðræði og mannréttindi