11. Ég og fjölskyldan mín

Öll spendýr, þar á meðal við mennirnir höfum þörf fyrir fjölskyldu. Þegar við erum nýfædd þurfum við lífsnauðsynlega á því að halda að um okkur sé hugsað. Við fáum nauðsynlegan stuðning af fjölskyldu okkar sem hjálpar okkur að vaxa og þroskast. Fjölskyldur eru mismunandi samsettar og misstórar. Sumar fjölskyldur eru stórar – foreldrar, mörg systkini, afar, ömmur, frænkur og frændur. Aðrar fjölskyldur eru minni – jafnvel eitt foreldri og eitt barn. Svo eru fjölskyldur sem kallaðar eru samsettar þar sem tveir fullorðnir búa saman með börnunum sínum sem þau eiga ekki saman. Töluverður fjöldi barna býr hjá fósturforeldrum, eru ættleidd eða búa hjá öðrum en foreldrum sínum. Sama hvernig fjölskyldan er samsett þá er hún mikilvæg fyrir okkur.

 

Lýsing:
Skoðaðu Eyðublað 6 og svaraðu spurningunum sem eru þar um fjölskyldur.  
Smelltu á blaðið hér til hliðar til að stækka það, þú getur líka prentað það út.

Tilbrigði
Skrifaðu sögu sem fjallar um fjölskyldu. Það getur verið þín eigin fjölskylda eða einhver allt önnur. 

Texti sem vísar í Barnasáttmálann: 
Börn eiga rétt á að búa við aðstæður sem stuðla að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska og bera foreldrar höfuðábyrgð á lífsskilyrðum og framfærslu barna sinna. 

Greinar Barnasáttmálans: