20. Að hjálpa til heima

Smelltu á blaðið hér til hliðar til að stækka það, þú getur líka prentað það út.

Skoðaðu Eyðublað 13 og leystu verkefnin sem þar eru. Smelltu á blaðið hér til hliðar til að stækka það, þú getur líka prentað það út.

Tilbrigði: 
Búðu til skipulag fyrir heimili þitt og skoðaðu hvort það geti ekki allir í fjölskyldunni tekið að sér einhver húsverk. 

Nánari upplýsingar:
Hver tekur til í herberginu þínu? Gerir þú það sjálf/ur eða einhver annar? Hver þrífur fötin þín? En diskana og glösin? Hver eldar og gengur frá? Það eru mörg verkin sem þarf að sinna innan veggja heimilisins á hverjum degi og gott er að allir sem geta hjálpist að við húsverkin. Seinna meir þegar þú eignast þitt eigið heimili er nauðsynlegt að kunna til verka. Margt smátt gerir eitt stórt og ef þú aðstoðar foreldra þína reglulega með húsverk færðu tækifæri til að læra þau og létta undir með þeim svo þeir geti líka átt smá frítíma og hvíld sem er öllum nauðsynleg, líka fullorðna fólkinu!  

Texti sem vísar í Barnasáttmálann:
Menntun á að gefa börnum tækifæri til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og undirbúa þau til að lifa ábyrgu lífi í frjálsu þjóðfélagi.

Greinar Barnasáttmálans: