4. Að velja frétt

Nú getur þú brugðið þér í hlutverk fréttamanns. Veldu þér frétt úr dagblaði / vefmiðli sem fjallar um barn/börn og lestu hana vel. Skoðaðu svo Barnasáttmálann og veltu fyrir þér hvaða greinar sáttmálans passa við fréttina.

Efniviður:  Dagblað/aðgangur að fréttamiðlum á netinu

Tilbrigði:  Þú getur leitað eftir einhverjum sérstökum málaflokki t.d. börn í íþróttum, börn sem eru flóttamenn, skólaganga barna og fleira.  

Nánari upplýsingar: Það er mikilvægt að börn þekki réttindi sín og geti leitað sér upplýsinga. Á netinu er hægt að nálgast upplýsingar um nánast hvað sem er og öll börn eiga að hafa góðan aðgang að bókasöfnum þar sem er gríðarlega mikill fjöldi bóka um hin ýmsu málefni. Gott er að hafa í huga að þær upplýsingar sem þú færð eru misjafnlega góðar og því er mikilvægt að meðtaka þær með gagnrýninni hugsun og velta fyrir sér hvort þú sért sammála þeim og hvort þær séu í samræmi við aðrar upplýsingar sem þú hefur fengið. 

Texti sem vísar í Barnasáttmálann:  Börn eiga rétt á að leita sér upplýsinga, taka við þeim og koma á framfæri

Greinar Barnasáttmálans

Grunnþættir menntunar: Læsi