15. Vatn fyrir alla


Smelltu á blaðið hér til hliðar til að stækka það, þú getur líka prentað það út.

Eyðublað 10 hefur að geyma ýmis verkefni tengdu vatni. Smelltu á blaðið hér til hliðar til að stækka það, þú getur líka prentað það út.

Efniviður: Skeiðklukka (er t.d. í flestum farsímum) og Eyðublað 10

Tilbrigði: Skoðaðu fleiri þjóðir og kynntu þér hvernig börn nálgast drykkjavatn þar. Gerðu tilraunir með vatnið – settu vatn í skál og prófaðu að setja mismunandi hluti út í vatnið og kannaðu hvort þeir sökkvi eða fljóti.  

Nánari upplýsingar: Við erum lánsöm að geta skrúfað frá krananum hér á Íslandi og fengið okkur vatn að drekka þegar við viljum. Það er ekki hægt víða í heiminum. Víða þarf að greiða fyrir að fá vatn að drekka og sumir þurfa að fara langar leiðir til að nálgast drykkjarvatn sem er jafnvel mengað og getur valdið sjúkdómum. Vatnsskortur er yfirvofandi í 17 löndum þar sem einn af hverjum fjórum jarðarbúa býr. Nánari upplýsingar má til dæmis nálgast hér.  

Texti sem vísar í Barnasáttmálann: 
Aðildarríki skulu gera ráðstafanir til að..stuðla að fræðslu um heilbrigt líferni og reyna að ryðja úr vegi hefðum sem eru skaðlegar heilsu barna. 

Greinar Barnasáttmálans:

Grunnþættir menntunar:
Heilbrigði og velferð, sjálfbærni.

6. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (hreint vatn og hreinlætisaðstaða)