2. Leiktu Barnasáttmálann

Lýsing

Já, þú last rétt! Í þessu verkefni getur þú búið til þitt eigið leikrit um Barnasáttmálann. Það sem þú þarft að gera er að velja þér eina eða fleiri greinar úr Barnasáttmálanum og búa til leikrit. Þú getur ákveðið sjálf/ur hversu margir eru með í leikritinu og getur jafnvel beðið vini þína um að vera með þér að búa til leikritið.

Efniviður:

Alls kyns búningar og leikmynd að eigin vali, láttu hugmyndaflugið ráða.

Tilbrigði:

Það getur verið gaman að leika leikritið aftur á bak. Svo gæti verið gaman að breyta áherslum eins og t.d. að sýna meira „drama“, meiri hlátur, meiri dans, syngja textann og fleira. Ef margir eru í leikritinu með þér getið þið t.d. dregið miða um hvernig áherslur eigi að vera í leikritinu.

Texti sem vísar í Barnasáttmálann:

Aðildarríki skuldbinda sig til að kynna meginreglur og ákvæði samnings þessa víða með viðeigandi og virkum hætti, jafnt börnum og fullorðnum. 

Greinar Barnasáttmálans:

   

Nánari upplýsingar:

Það er mikilvægt að þekkja réttindi sín. Barnasáttmálinn eru lög á Íslandi og þeim ber að fylgja eins og öllum öðrum lögum. Ef önnur lög tryggja börnum meiri rétt en segir til í Barnasáttmálanum þá gilda þau framar honum. Gott er að kynna sér vel það sem stendur í sáttmálanum.

Grunnþættir menntunar:

Sköpun