1. Stopp, ég vil þetta ekki!!!

Oft finnst okkur gaman að leika og ærslast með vinum okkar og fjölskyldu. En ekki alltaf. Stundum finnst okkur jafnvel eitthvað vera óþægilegt og stundum bara líður manni ekkert vel og vill fá að vera í friði. Þú átt alltaf rétt á því að fá að vera í friði og ef þú biður einhvern um að stoppa, þá á hann að virða það, sama hver hann er.

  • Hvað getur þú gert ef einhver er að gera eitthvað við þig sem þér finnst óþægilegt?
  • Við hvern getur þú talað ef þér líður illa út af einhverju sem einhver gerði við þig?
  • Hvernig getur þú sagt að þú viljir fá að vera í friði?
  • Hvað getur þú gert ef vinir þínir vilja fá að vera í friði?

Texti sem vísar í Barnasáttmálann:
Öll börn eiga rétt á einkalífi.